Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í úrslitum deildarbikarsins í handbolta. FH vann HK í kvöld, 28-26, og mætir Haukum í úrslitum annað kvöld.
Úrslit leiksins í kvöld réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 22-22.
Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 20.00 á morgun og er spilað í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
FH-HK 28-26
Mörk FH: Baldvin Þorsteinsson 7, Hjalti Pálmason 7, Atli Rúnar Steinþórsson 6, Þorkell Magnússon 3, Ísak Rafnsson 2, Sigurður Ágústsson 1, Andri Berg Haraldsson 1, Ari Magnús Þorgeirsson 1.
Mörk HK: Bjarki Már Elísson 9, Tandri Már Konráðsson 4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3, Björn Björnsson 3, Sigurjón Björnsson 2, Atli Karl Backmann 2, Bjarki Gunnarsson 2, Ólafur Bjarki Ragnarsson 1.
FH skellti HK í framlengdum leik

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn



55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn


