Viðskipti innlent

Af hverju vill eigandi Tottenham hlut í litlum banka á Íslandi?

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Meðal hluthafa í MP banka er Joe Lewis, sem er eigandi breska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs og Rowland-fjölskyldan sem rekur Banque Havilland bankann í Lúxemborg. Forstjóri MP banka segist hvorki hafa hitt Joe Lewis né fulltrúa Rowland-fjölskyldunnar en segir að þau eigi fulltrúa í stjórn og varastjórn MP banka. Þá segist hann finna fyrir aðhaldi frá hluthöfunum.

Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Atla Jónsson, forstjóra MP banka, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Joe Lewis er 22. ríkasti maður Bretlandseyja en auðævi hans eru metin á 2,8 milljarða sterlingspunda, jafnvirði rúmlega 530 milljarða króna.

En af hverju vill eigandi Tottenham Hotspur kaupa hlut í banka á Íslandi? „Þetta er góð spurning og maður veltir þessu fyrir sér sjálfur. Mér fannst þetta mikið styrkleikamerki fyrir bankann, að líta yfir hluthafalistann," segir Sigurður Atli. Hann segir að bankinn og íslenskt atvinnulíf þurfi á erlendri fjárfestingu að halda og því hljóti erlent eignarhald að teljast jákvætt.

Sjá má bút úr viðtalinu við Sigurð Atla hér þar sem hann fer yfir breytt eignarhald á bankanum hér fyrir ofan. Viðtalið í heild sinni má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×