NBA í nótt: Wade tryggði Miami nauman sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2011 09:00 Dwyane Wade var hetja Miami í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92 NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira