NBA í nótt: Wade tryggði Miami nauman sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2011 09:00 Dwyane Wade var hetja Miami í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92 NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira