Þénar minna en undirmenn og telur launin ekki samkeppnishæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2011 21:00 Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira