Tebow heldur áfram að gera kraftaverk - Giants með mikilvægan sigur 12. desember 2011 14:30 Tebow er nú einfaldlega kallaður Messías. Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10 NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Sjá meira
Kraftaverkamaðurinn Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, heldur áfram að troða upp í gagnrýnendur. Í gær vann Tebow enn og aftur í framlengdum leik en þetta var þriðja sigur Tebow og félaga í framlengingu í vetur. Það er met í NFL-deildinni á einu tímabili. Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af leiknum var Chicago Bears 10-0 yfir. Tebow kastaði þá fyrir snertimarki og kom Broncos svo í erfitt vallarmarksfæri. Matt Prater setti aftur á móti 59 jarda vallarmark á milli stanganna og tryggði liðinu framlengingu. Í framlengingunni skoraði Prater síðan 49 jarda vallarmark til þess að tryggja Broncos enn einn dramatískan sigur með Tebow sem leikstjórnanda. Þetta var sjötti sigur Denver í röð en liðið er 7-1 síðan Tebow fór í byrjunarlið félagsins. "Ef þú trúir þá geta ótrúlegustu hlutir gerst," sagði hinn strangtrúaði Tebow eftir leikinn en óhætt er að segja að hann sé að stela athyglinni í deildinni. Er farið að kalla hann "Mile High Messias" enda gerast kraftaverkin á Mile High-vellinum þessa dagana. Annars voru ótrúlegir hlutir að gerast í NFL-deildinni um helgina eins og svo oft áður. Alls náðu fjögur lið að koma til baka og vinna eftir að hafa verið 12 stigum eða meira undir. NY Giants vann afar dramatískan sigur á útivelli gegn Dallas þar sem Giants varði vallarmarkstilraun Cowboys undir lokin. Liðin eru því jöfn í þeim riðli og lífsnauðsynlegur sigur hjá Giants. Green Bay er síðan í algjörum sérflokki og vann enn einn stórsigurinn um helgina.Pierre-Paul ver hér vallarmarkstilraun frá Dan Bailey undir lokin. Kúrekarnir náðu því ekki að jafna leikinn.Úrslit helgarinnar: Baltimore-Indianapolis 24-10 Carolina-Atlanta 23-31 Cincinnati-Houston 19-20 Detroit-Minnesota 34-28 Jacksonville-Tampa Bay 41-14 Miami-Philadelphia 10-26 NY Jets-Kansas City 37-10 Tennessee-New Orleans 17-22 Washington-New England 27-34 Arizona-San Francisco 21-19 Denver-Chicago 13-10 Green Bay-Oakland 46-16 San Diego-Buffalo 37-10 Dallas-NY Giants 34-37Í kvöld: Seattle-St. Louis í beinni á ESPN America.Staðan í Ameríkudeildinni:Austurriðill (sigrar-töp): New England 10-3 NY Jets 8-5 Buffalo 5-8 Miami 4-9Norðurriðill: Baltimore 10-3 Pittsburgh 10-3 Cincinnati 7-6 Cleveland 4-9Suðurriðill: Houston 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Tennessee 7-6 Jacksonville 4-9 Indianapolis 0-13Vesturriðill: Denver 8-5 Oakland 7-6 San Diego 6-7 Kansas City 5-8Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 7-6 Dallas 7-6 Philadelphia 5-8 Washington 4-9Norðurriðill: Green Bay 13-0 (komið í úrslitakeppnina) Detroit 8-5 Chicago 7-6 Minnesota 2-11Suðurriðill: New Orleans 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Atlanta 8-5 Carolina 4-9 Tampa Bay 4-9Vesturriðill: San Francisco 10-3 (komið í úrslitakeppnina) Arizona 6-7 Seattle 5-7 St. Louis 2-10
NFL Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Sjá meira