Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 18-28 | FH í undanúrslit bikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. desember 2011 15:07 Mynd/Stefán FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira