Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27 Benedikt Bóas Hinriksson á Seltjarnarnesi skrifar 15. desember 2011 18:45 Ólafur Gústafsson. Mynd/Stefán FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson. Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin. Lárus Helgi Ólafsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 24 skot í leiknum þar af voru tvö vítaköst. Þráinn Orri Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en markahæstur FH-inga var Ólafur Gústafsson með sjö mörk. FH-liðið náði frumkvæðinu strax í byrjun leiks, komst í 3-0 og 5-1 og var með þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12. FH-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, voru komnir með sex marka forskot 19-13, eftir aðeins sjö mínútur og það leit allt út fyrir stórsigur þeirra. Gróttumenn gáfust ekki upp og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á nýjan leik. Grótta náði á endanum að minnka muninn niður í eitt mark, 24-25, þegar fimm mínútur voru eftir en Einar Andri Einarsson og Kristjáns Arason tóku þá leikhlé og fóru yfir málin með sínum málum. FH-ingar svöruðu með því að vinna lokamínúturnar 2-0 og tryggja sér sigurinn. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Baldvin Þorsteinsson: Áttum ekki okkar besta dag„Þetta var hörkuleikur og við vorum ekki að eiga okkar besta dag á meðan Grótta sýndi góðan leik og fékk fína markvörslu. En við spiluðum samt nógu vel til að ná í þessa punkta. Svona leikir, svona tveir leikir í röð, eru alltaf erfiðir og við vorum búnir að fara yfir það fyrir leik en við hefðum auðvitað átt að spila betur," sagði Baldvin Þorsteinsson hornamaður FH-inga eftir leikinn. Lárus Helgi Ólafsson: Veittum Íslandsmeisturunum hörku keppni„Þetta er frábær bæting frá síðasta leik hjá okkur en við vorum samt að gera mistök. Missum mann af velli, klikkum úr dauðafærum og svo þessir tveir dómar þarna undir lokinn en það er frábært að liðið sé að berjast. Við vorum að spila við íslandsmeistarana og við veittum þeim alveg hörkukeppni." Lárus varði 24 skot í leiknum og hann hélt oft heimamönnum inni í leiknum. „Maður verður að lifa sig inni leikinn og fagna vel eftir hverja markvörslur. Peppa sjálfan sig aðeins upp. Láta skotmanninn vita að maður sé til og svona," sagði Lárus Helgi Ólafsson.
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira