Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-20 Kristinn Páll Teitsson í DB Schenkenhalle skrifar 15. desember 2011 11:17 Gylfi Gylfason. Mynd/Stefán Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira