Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30 Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2011 17:21 Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val. Leikurinn hófst heldur rólega og áttu liðin erfitt með að finna taktinn. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og þurfti leikmenn heldur betur að hafa fyrir hverju einasta marki. Fyrri hálfleikurinn var virkilega jafn og munaði aldrei miklu á liðinum. Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals, var frábær í hálfleiknum en hann gerði sjö mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Staðan var 11-11 í hálfleik. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn miklu betur en heimamenn og voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Fljótlega voru þeir komnir með fjögra marka forystu 16-12. Gestirnir juku aðeins við forskotið og komust síðar sjö mörkum yfir 23-16. Þá komu Valsmenn örlítið til baka og skoruðu fjögur mörk í röð. Lengra komust heimamenn samt sem áður ekki og Akureyri vann öruggan sjö marka sigur 30-23.Atli: Það verður gott fyrir ákveðna leikmenn að fá smá hvíld„Þetta var frábær sigur hjá okkur og við erum að bæta okkur jafnt og þétt með hverjum leik,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir sigurinn í dag. „Við vorum hundóánægðir með okkar spilamennsku í hálfleik þrátt fyrir að staðan hafi verið jöfn þá. Við byrjuðum síðan seinni hálfleikinn frábærlega vel og klárum leikinn í raun og veru þá.“ „Sóknarlega var liðið eilítið hikandi í fyrri hálfleiknum og við vorum að spila bara allt of hægt en það small allt í seinni hálfleiknum“. „Ég er virkilega fegin að komast í smá pásu núna og fá tækifæri til að hvíla leikmenn og koma hópnum í almennilegt stand. Við erum með frábært lið og þegar allir eru heilir þá ráða fáir við okkur“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla hér að ofan.Sturla: Áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik„Þetta var mjög súrt tap,“ sagði Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, eftir tapið í dag. „Leiðinlegt að fara inn í fríið með tap á bakinu og einnig erum við komnir þremur stigum á eftir Akureyri eftir þennan leik sem er mjög svo slæmt“. „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn og vorum alls ekki síðri aðilinn þá. Síðan hrinur bara allt í síðari hálfleiknum hvort sem það er vörn, sókn eða markvarsla“. „Ég veit ekki hvað gerðist hvort menn voru eitthvað þreyttir en við áttum í raun ekki séns í seinni hálfleik“. „Það verður nóg að gera hjá okkur í þessu svokallaða fríi og við þurfum í raun að bæta okkur á öllum sviðum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sturlu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira