Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21 Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 19. desember 2011 15:42 Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira