Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu.
Árni Páll var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Við höfum haft misjafna sýn á sum mál, eðli málsins samkvæmt, en ég hef ekki viljað bera hann á torg," segir Árni Páll um ágreining milli sín og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Árni Páll segir tekist hafi að jafna ágreining í ríkisstjórnarsamstarfinu og því hafi samstarf þeirra Steingríms í heildina verið gott.
Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Árni Páll ræðir meintan ágreining við Steingrím hér fyrir ofan. Klinkið í heild sinni má sjá hér.
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“
Mest lesið


Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent


Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent


Lækkanir í Asíu halda áfram
Viðskipti erlent