Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 29-17 Stefán Hirst í DB Schenkerhöllinni skrifar 1. desember 2011 14:42 Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira