Ragna Ingólfsdóttir er komin alla leið í undanúrslit á alþjóðlega velska badmintonmótinu eftir sigur á Sarah Thomas frá Wales í tveimur hrinum í morgun, 21-12 og 21-14.
Ragna mætir indversku stelpunni Tanvi Lad í undanúrslitunum seinna í dag. Ragna er númer 66 á heimslitanum en Tanvi Lad er í 157 sæti.
Ragna vann Aimee Moran frá Wales örugglega 21-10 og 21-9 í fyrstu umferðinni og komst síðan í átta liða úrslitin eftir léttan sigur Nicki Chan-Lam frá Englandi í tveimur hrinum 21-10 og 21-9.
Ragna er því búin að vinna allar sex hrinur sínar á mótinu með nokkuð sannfærandi hætti.
Ragna komin í undanúrslit í Wales
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn
