Bjóða miða á starfsmannakjörum - 5000 krónur báðar leiðir auk skatta 4. desember 2011 16:30 Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. „Á sama tíma og skipt er um flugvélar er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að ljúka og stendur það nú vel til að mæta vaxandi samkeppni í farþegaflugi til og frá landinu. Þá hefur ný yfirstjórn félagsins stokkað upp í rekstri þess og áætlunum," segir ennfremur. „Af þessu tilefni býður Iceland Express viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum að kaupa 4.576 flugmiða, eða sem nemur aukasætum vegna stærri flugvéla í öllum ferðum félagsins í desember, á starfsmannakjörum. Aðeins eru þá greiddar 2.475 krónur hvora leið fyrir flugfarið auk flugvallarskatta. Með þessu vill félagið gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frábæra flugvélakosti sem Iceland Express býr nú yfir. Tilboðið gildir í tólf klukkustundir, frá hádegi mánudaginn 5. desember til miðnættis. Hægt er að nálgast miðana á vefsíðu félagsins eða í nýjum höfuðstöðvum þess í Ármúla 7." Þá segir ennfremur að Airbus flugvélar CSA flugfélagsins séu yngstu farþegaflugvélarnar í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Þær taka 180 farþega en Boeing flugvélarnar sem áður voru mest notaðar í Evrópuflugi félagsins tóku 148 farþega. Þannig hefur sætaframboð aukist í hverri ferð um 32 sæti. Ákveðið hefur verið að bjóða þessi sæti á sömu kjörum og starfsfólki félagsins bjóðast sem svokallaðir frímiðar. Þetta er lægsta fargjald sem almenningi á Íslandi hefur nokkurn tíma boðist og reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" verður höfð að leiðarljósi við sölu sætanna," segir ennfremur. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira
Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. „Á sama tíma og skipt er um flugvélar er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að ljúka og stendur það nú vel til að mæta vaxandi samkeppni í farþegaflugi til og frá landinu. Þá hefur ný yfirstjórn félagsins stokkað upp í rekstri þess og áætlunum," segir ennfremur. „Af þessu tilefni býður Iceland Express viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum að kaupa 4.576 flugmiða, eða sem nemur aukasætum vegna stærri flugvéla í öllum ferðum félagsins í desember, á starfsmannakjörum. Aðeins eru þá greiddar 2.475 krónur hvora leið fyrir flugfarið auk flugvallarskatta. Með þessu vill félagið gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frábæra flugvélakosti sem Iceland Express býr nú yfir. Tilboðið gildir í tólf klukkustundir, frá hádegi mánudaginn 5. desember til miðnættis. Hægt er að nálgast miðana á vefsíðu félagsins eða í nýjum höfuðstöðvum þess í Ármúla 7." Þá segir ennfremur að Airbus flugvélar CSA flugfélagsins séu yngstu farþegaflugvélarnar í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Þær taka 180 farþega en Boeing flugvélarnar sem áður voru mest notaðar í Evrópuflugi félagsins tóku 148 farþega. Þannig hefur sætaframboð aukist í hverri ferð um 32 sæti. Ákveðið hefur verið að bjóða þessi sæti á sömu kjörum og starfsfólki félagsins bjóðast sem svokallaðir frímiðar. Þetta er lægsta fargjald sem almenningi á Íslandi hefur nokkurn tíma boðist og reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" verður höfð að leiðarljósi við sölu sætanna," segir ennfremur.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Sjá meira