Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 25-23 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 8. desember 2011 15:17 Mynd/Anton FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira