Sigur Woods tryggði bandaríska liðinu Forsetabikarinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2011 09:17 Tiger Woods fagnar sigrinum með áhorfendum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Tiger hafði betur gegn Aaron Baddeley og lenti ekki í teljandi vandræðum. Hann kláraði viðureignina á fimmtándu holu og gátu þá Bandaríkjamenn leyft sér að fagna sigrinum. „Ég var nú að vona að þetta myndi ekki að ráðast á okkar viðureign,“ sagði Woods við fjölmiðla. „En okkur tókst ekki að byrja nægilega vel og við áttuðum okkur á því að líklega myndi þetta ráðast á síðustu fjórum viðureignunum.“ „Við þurftum að ná í stig og náði ég að spila virkilega vel í dag,“ bætti hann við. Fred Couples, fyrirliði bandaríska liðsins, tók nokkuð umdeilda ákvörðun með því að velja Woods í liðið og skilja eftir kylfinga sem höfðu náð betri árangri en hann á undanförnu ári. En Woods stóð fyrir sínu á mótinu og spilaði vel, þrátt fyrir að aðeins tveir vinningar hafi skilað sér í hús á endanum. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjanna í röð í Forsetabikarnum og náðu þeir bandarísku að hefna fyrir eina tap liðsins í keppninni fyrir þetta - árið 1998 en þá fór einmitt líka fram í Melbourne. Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Tiger hafði betur gegn Aaron Baddeley og lenti ekki í teljandi vandræðum. Hann kláraði viðureignina á fimmtándu holu og gátu þá Bandaríkjamenn leyft sér að fagna sigrinum. „Ég var nú að vona að þetta myndi ekki að ráðast á okkar viðureign,“ sagði Woods við fjölmiðla. „En okkur tókst ekki að byrja nægilega vel og við áttuðum okkur á því að líklega myndi þetta ráðast á síðustu fjórum viðureignunum.“ „Við þurftum að ná í stig og náði ég að spila virkilega vel í dag,“ bætti hann við. Fred Couples, fyrirliði bandaríska liðsins, tók nokkuð umdeilda ákvörðun með því að velja Woods í liðið og skilja eftir kylfinga sem höfðu náð betri árangri en hann á undanförnu ári. En Woods stóð fyrir sínu á mótinu og spilaði vel, þrátt fyrir að aðeins tveir vinningar hafi skilað sér í hús á endanum. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjanna í röð í Forsetabikarnum og náðu þeir bandarísku að hefna fyrir eina tap liðsins í keppninni fyrir þetta - árið 1998 en þá fór einmitt líka fram í Melbourne.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira