Íslandsbanki búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 21:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur