Spánverjinn David Ferrer kom öllum á óvart þegar hann valtaði yfir besta tennismann heims, Novak Djokovic, á tennismóti í London. Það tók Ferrer aðeins 75 mínútur að afgreiða Djokovic. Ferrer vann 6-3 og 6-1 en þetta var aðeins fimmta tap Djokovic í 75 viðureignum.
Ferrer er í miklu stuði þessa dagana en hann er einnig búinn að leggja Andy Murray á þessu móti.
"Ég get ekki annað en hrósað David sem spilaði frábærlega en það var eins og ég væri ekki á staðnum. Þetta var minn slakasti leikur á þessu tímabili," sagði Djokovic sem gengur ekki alveg heill til skógar.
Ferrer er kominn í undanúrslit mótsins.
