Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 24. nóvember 2011 14:27 Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira