Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 27. nóvember 2011 13:16 FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira
FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Sjá meira