Nýtt eldsneyti í boði LVP skrifar 15. nóvember 2011 18:41 Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira