Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson varð fyrir miklu áfalli í gær þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins.
Einar Ingi verður væntanlega frá í að minnsta kosti mánuð vegna meiðslanna. Mikið áfall fyrir Einar sem var búinn að vinna sér inn landsliðssæti.
Einar hefur verið að leika ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy í Danmörku, og ljóst að það mun sakna krafta hans á næstu vikum.

