Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, kallaði Bjarka Má Elísson, hornamann HK, inn í æfingarhóp A-landsliðs karla sem hefur æfingar í kvöld.
Bjarki er ekki að koma í hópinn sökum þess að einhver annar er meiddur heldur er hann valinn í hópinn þar sem hann hefur farið á kostum í síðustu leikjum.
Er þar engu logið þar sem Bjarki hefur verið að skora tíu mörk eða meira í síðustu leikjum og klúðrar varla skoti.
Þetta eru samt ekki góð tíðindi fyrir Pressuliðið sem mætir landsliðinu á föstudag því Bjarki hefði klárlega verið í því.
Bjarki Már verðlaunaður með landsliðssæti

Mest lesið


Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn


Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn



