Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, segir að hugbúnaðargeirinn á Íslandi sé fyllilega samanburðarhæfur við önnur lönd þegar kemur að forritun og gæðum framleiðslunnar. Hins vegar sé staðan ekki eins góð þegar kemur að sölu- og markaðsstarfi.
Þetta kemur fram í viðtali við Hjálmar í Klinkinu, viðtalsþætti á viðskiptavef Vísis.is.
Hjálmar segir að upplýsingatæki- og hugbúnaðargeirinn á Íslandi sé stór, eða í kringum 5.000 manns. Hins vegar vanti nákvæmar hagtölur til þess að greina hvernig þessi hópur skiptir niður á ákveðin störf innan þessa sama geira. Það sé mikilvægt, svo hægt sé að greina tækifæri betur.
Viðtalið við Hjálmar í heild má sjá hér.
