Birgir Leifur reynir sig á úrtökumóti fyrir PGA í fyrsta sinn 24. október 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið. Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið.
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira