Innlent

Flestir bera traust til Gæslunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Georg Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Langflestir bera traust til Landhelgisgæslunnar af öllum þeim stofnunum sem spurt var um í könnun MMR sem gerð var á dögunum. Næstflestir bera mest traust til sérstaks saksóknara, en fæstir bera traust til landsdóms.

Um 78,3% bera mest traust til Landhelgisgæslunnar og um 47,4% bera mest traust til sérstaks saksóknara. MMR vekur athygli á því að traust til sérstaks saksóknara hafi minnkað umtalsvert en 59,8% sögðust treysta honum þegar spurt var í febrúar. Einungis 16,4% sögðust bera mest traust til landsdóms.

Könnunin var gerð dagana 6-10 október síðastliðinn. 921 einstaklingur svaraði spurningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×