Birgir Leifur Hafþórsson teflir á tæpasta vað fyrir lokakeppnisdaginn á 1. stigi úrtökumóts
PGA mótaraðarinnar í golfi. Birgir lék á 73 höggum á þriðja keppnisdegi eða 1 höggi yfir pari
og er hann samtals á pari. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir tekur þátt á úrtökumóti fyrir
sterkustu mótaröð heims en hann er í 17.-18. sæti en það má gera ráð fyrir að 22 efstu komist
áfram af þessum keppnisvelli.
Birgir var á parinu eftir 11 holur í dag þar sem hann fékk fugl (-1) á 2. braut og skolla (+1)
á 7. braut. Hann fékk tvo skolla í röð á 12. og 13. braut, lagaði stöðu sína með fugli á 14.
Hann fékk skolla á 17. og fugl á 18.

