Íslenski boltinn

Íslensku stelpurnar komust áfram í milliriðla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
17 ára liðið sem varð í 4. sæti á síðasta EM.
17 ára liðið sem varð í 4. sæti á síðasta EM. Mynd/Íris Björk Eysteinsdóttir
Íslenska 17 ára landslið kvenna tryggði sér sæti í milliriðli í undankeppni EM með því að gera 2-2 jafntefli á móti Skotum í lokaleiknum sínum í riðlinum.

Íslensku stelpurnar urðu þar með í efsta sæti riðilsins með sjö stig en þær höfðu áður unnið Austurríki og Kasakstan og nægði jafntefli í leiknum í dag.

Þorlákur Árnason er þjálfari íslenska liðsins en hann fór með 17 ára landsliðið alla leið í lokaúrslitin í síðustu Evrópukeppni. Nokkrir leikmenn liðsins voru með í því ævintýri og þar á meðal fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir.

Hanna Kristín Hannesdóttir (Herndon Firecats) skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og Berglind Rós Ágústsdóttir (Val) kom íslenska liðinu í 2-0 í seinni hálfleik. Skotar tryggðu sér hinsvegar jafntefli með því að skora tvö mörk á síðustu tíu mínútunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×