Atli: Dýrt að nýta ekki vítin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:37 Mynd/HAG Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“ Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. „Við fengum fullt af færum í leiknum og fullt af vítaköstum sem við nýttum okkur ekki,“ sagði Atli en alls varði Birkir Ívar Guðmundsson 21 skot í leiknum, þar af fjögur vítaköst Akureyringa. „Við byrjuðum illa í upphafi beggja hálfleikja og það er of mikið að láta 4-5 mínútur líða án þess að skora mark. Það getur skipt miklu máli. Það verður þó ekki af mínum mönnum tekið að við vorum að komast í færin og strákarnir voru að berjast eins og menn.“ „Þó svo að við lentum stundum 3-4 mörkum undir þá náðum við að halda okkur inni í leiknum og það fyllir mig áfram trú um að þetta fari að detta fyrir okkur. En það er auðvitað erfitt að horfa upp á tapið og mér fannst við eiga annað stigið skilið.“ „Það hefði verið gott að komast yfir en Haukarnir eru með flott lið og Birkir Ívar var frábær í dag. Ég var líka ánægður með Bubba (Sveinbjörn Pétursson) í okkar marki en þessi víti sem við klikkuðum á eru dýr.“ Hreinn Þór Hauksson gaf það út í vor að hann væri hættur enda á leiðinni til Svíþjóðar í nám. Hann var sóttur sérstaklega í þennan leik og lenti á landinu í dag. „Hann var flottur í dag og hann gerði mikið fyrir okkur í dag. Svo fer hann aftur heim á morgun en kemur svo aftur fyrir leikinn gegn Val og spilar með okkur þá. Við erum bara í þeirri stöðu að okkur vantar sárlega leikmenn enda mjög erfitt að missa fimm leikmenn í langvarandi meiðsli.“
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni