Leikmaður menntaskóla í New York-fylki lést á föstudag eftir leik liða í amerískum fótbolta. Hann varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum og lést.
Hann var þá tæklaður illa og lá eftir. Fátt benti til þess að hann væri að deyja á því augnabliki því drengnum tókst að snúa sér á bakið og tala. Er hann stóð aftur á móti upp hrundi hann aftur niður.
Er hann var fluttur burt í sjúkrabíl versnaði ástand drengsins til muna og hann lést í bílnum.
Mikil umræða hefur verið um höfuðmeiðsli í íþróttinni í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Hefur verið gagnrýnt að ekki sé gert nóg til þess að vernda leikmenn. Hjálmarnir séu ekki nógu góðir.
Menntaskólastrákur lést eftir leik í amerískum fótbolta

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn