Umfjöllun: Afturelding vann botnslaginn á Nesinu Stefán Árni Pálsson á Seltjarnarnesi skrifar 16. október 2011 17:33 Grótta tapaði í dag. mynd/valli Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira