Þjálfari Hoffenheim vill fá meira frá Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2011 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts Holger Stanislawski sendi Gylfa Þór Sigurðssyni skilaboð um að hann þyrfti að vera beintskeyttari fyrir framan mark andstæðingsins heldur hann hefur verið hingað til á tímabilinu. Stanislawski nefndi ekki Gylfa á nafn í viðtölum við þýska fjölmiðla en öllum var þó ljóst um hvern var rætt. „Þegar við erum dauðafríir fyrir framan markið þá viljum við helst finna 1-2 aðra leikmenn í betri stöðu og helst líka leggja boltann fyrir verri fótinn,“ sagði Stanislawski í kaldhæðnistón en þetta er haft eftir honum í þýska blaðinu Bild í gær. Ernst Tanner, framkvæmdarstjóri Hoffenheim, sagði í sömu grein að Gylfi væri einfaldlega í lægð. „Hann fyllist örvæntingu þegar hann á að skjóta. Hann leggur kannski boltann rangt fyrir sig, eins og þjálfarinn segir, og klúðrar þannig færinu. Gylfi efast um sjálfan sig þessa stundina og er einfaldlega í lægð.“ Gylfi Þór skoraði níu mörk á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni og lagði upp þrjú til viðbótar. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og missti af fyrstu umferðunum en hefur í fjórum leikjum í haust lagt upp eitt mark en ekki tekist að skora sjálfur. „Ég er sannfærður um að hann fari senn að líkjast þeim leikmanni sem hann var áður. Hann þarf bara að skora eitt mark og þá kemur hitt að sjálfu sér,“ bætti Tanner við. Stanislawski tók í svipaðan streng. „Það þýðir ekkert að leggjast í volæði. Menn þurfa bara að vera vakandi, einbeittir og vinna fyrir hlutunum.“ Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Holger Stanislawski sendi Gylfa Þór Sigurðssyni skilaboð um að hann þyrfti að vera beintskeyttari fyrir framan mark andstæðingsins heldur hann hefur verið hingað til á tímabilinu. Stanislawski nefndi ekki Gylfa á nafn í viðtölum við þýska fjölmiðla en öllum var þó ljóst um hvern var rætt. „Þegar við erum dauðafríir fyrir framan markið þá viljum við helst finna 1-2 aðra leikmenn í betri stöðu og helst líka leggja boltann fyrir verri fótinn,“ sagði Stanislawski í kaldhæðnistón en þetta er haft eftir honum í þýska blaðinu Bild í gær. Ernst Tanner, framkvæmdarstjóri Hoffenheim, sagði í sömu grein að Gylfi væri einfaldlega í lægð. „Hann fyllist örvæntingu þegar hann á að skjóta. Hann leggur kannski boltann rangt fyrir sig, eins og þjálfarinn segir, og klúðrar þannig færinu. Gylfi efast um sjálfan sig þessa stundina og er einfaldlega í lægð.“ Gylfi Þór skoraði níu mörk á sínu fyrsta tímabili í þýsku úrvalsdeildinni og lagði upp þrjú til viðbótar. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og missti af fyrstu umferðunum en hefur í fjórum leikjum í haust lagt upp eitt mark en ekki tekist að skora sjálfur. „Ég er sannfærður um að hann fari senn að líkjast þeim leikmanni sem hann var áður. Hann þarf bara að skora eitt mark og þá kemur hitt að sjálfu sér,“ bætti Tanner við. Stanislawski tók í svipaðan streng. „Það þýðir ekkert að leggjast í volæði. Menn þurfa bara að vera vakandi, einbeittir og vinna fyrir hlutunum.“
Þýski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira