Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarlið Hoffenheim þriðja leikinn í röð þegar Hoffenheim gerði markalaust jafntefli á móti Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Hoffenheim endaði þar með sigurgöngu Bayern-liðsins en Bæjarar voru búnir að vinna átta leiki í röð í þýsku deildinni (6) og Meistaradeildinni (2).
Gylfi spilaði á þriggja manna miðju Hoffenheim en var skipt útaf fyrir Sven Schipplock á 85. mínútu leiksins.
Bayern München er áfram á toppnum en Hoffenheim er í 6.sætinu sex stigum á eftir Bayern.
Gylfi spilaði í 85 mínútur þegar Hoffenheim tók stig af Bayern
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
