Umfjöllun: Framarar með fullt hús stiga eftir sigur á Haukum Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 2. október 2011 17:33 Mynd/Valli Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð. Mikið jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir fimm mínútna leik. Haukar voru aftur á móti alltaf einu skrefi á undan Fram og þegar leið á hálfleikinn tóku þeir meiri völd á vellinum. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 11-8 fyrir heimamenn. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Haukar, var að verja virkilega vel í fyrri hálfleiknum og lagði grunninn af þeirri forystu sem Haukar fóru með inn í hálfleikinn. Staðan var 13-10 þegar flautar var til leikhlés. Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í fyrri hálfleik og þar af tvö víti, frábær hálfleikur hjá markverðinum stóra. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn miklu betur og gerðu fimm fyrstu mörk hálfleiksins og komust yfir 15-13, frábær kafli frá Fram en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik þegar 8 mínútur voru liðnar. Haukar gerðu aðeins eitt mark fyrstu átján mínútur síðari hálfleiksins og ekkert gekk upp sóknarlega hjá liðinu. Á sama tíma voru Framarar sterkir á öllum vígstöðum og náðu mest fimm marka forskoti 19-14 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að Haukar hafi komið til baka undir lokin. Haukar fengu tækifæri til að jafna metinn undir blálok leiksins en skot frá Sveini Þorgeirssyni fór yfir markið. Leikurinn endaði því með sigri Fram 23-22 og þeir hafa ekki tapað í fyrstu tveim umferðunum.Haukar-Fram 22-23 (13-10)Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 6/3 (14/3), Freyr Brynjarsson 5 (6), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Nemanja Malovic 3 (9), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7), Sveinn Þorgeirsson 2 (6), Gylfi Gylfason 1(3).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/2 (27/4 , 44%.),Birkir Ívar Guðmundsson 6/1 (15/1, 40%.).Hraðaupphlaup: 3 (Gylfi, Freyr og Sveinn)Fiskuð víti: 4 (Malovic, Freyr og Gylfi).Utan vallar: 6 mínMörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 5 (8), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (7), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (10/3), Jóhann Karl Reynisson 3 (4), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Stefán Stefánsson 3 (4), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Sigfús Páll Sigfússon 1 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 0/1 (0/2).Varin skot: Sebastian Alexandersson 5 (18/2, 27%), Magnús Erlendsson 6 (14/1, 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Stefán 2, Jóhann Karl og Sigurður)Fiskuð víti: 4 (Sigurður 2, Ægir og Stefán)Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð. Mikið jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir fimm mínútna leik. Haukar voru aftur á móti alltaf einu skrefi á undan Fram og þegar leið á hálfleikinn tóku þeir meiri völd á vellinum. Þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 11-8 fyrir heimamenn. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Haukar, var að verja virkilega vel í fyrri hálfleiknum og lagði grunninn af þeirri forystu sem Haukar fóru með inn í hálfleikinn. Staðan var 13-10 þegar flautar var til leikhlés. Aron Rafn Eðvarðsson varði 12 skot í fyrri hálfleik og þar af tvö víti, frábær hálfleikur hjá markverðinum stóra. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn miklu betur og gerðu fimm fyrstu mörk hálfleiksins og komust yfir 15-13, frábær kafli frá Fram en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleik þegar 8 mínútur voru liðnar. Haukar gerðu aðeins eitt mark fyrstu átján mínútur síðari hálfleiksins og ekkert gekk upp sóknarlega hjá liðinu. Á sama tíma voru Framarar sterkir á öllum vígstöðum og náðu mest fimm marka forskoti 19-14 þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Framarar voru sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að Haukar hafi komið til baka undir lokin. Haukar fengu tækifæri til að jafna metinn undir blálok leiksins en skot frá Sveini Þorgeirssyni fór yfir markið. Leikurinn endaði því með sigri Fram 23-22 og þeir hafa ekki tapað í fyrstu tveim umferðunum.Haukar-Fram 22-23 (13-10)Mörk Hauka (skot): Stefán Rafn Sigurmannsson 6/3 (14/3), Freyr Brynjarsson 5 (6), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Nemanja Malovic 3 (9), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7), Sveinn Þorgeirsson 2 (6), Gylfi Gylfason 1(3).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/2 (27/4 , 44%.),Birkir Ívar Guðmundsson 6/1 (15/1, 40%.).Hraðaupphlaup: 3 (Gylfi, Freyr og Sveinn)Fiskuð víti: 4 (Malovic, Freyr og Gylfi).Utan vallar: 6 mínMörk Fram (skot): Sigurður Eggertsson 5 (8), Jóhann Gunnar Einarsson 3 (7), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (10/3), Jóhann Karl Reynisson 3 (4), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Stefán Stefánsson 3 (4), Ingimundur Ingimundarson 1 (2), Sigfús Páll Sigfússon 1 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 0/1 (0/2).Varin skot: Sebastian Alexandersson 5 (18/2, 27%), Magnús Erlendsson 6 (14/1, 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Stefán 2, Jóhann Karl og Sigurður)Fiskuð víti: 4 (Sigurður 2, Ægir og Stefán)Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni