Tiger Woods í sögulægri lægð á heimslistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 4. október 2011 11:30 Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi e AP Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum og landi hans Lee Westwood er annar. Norður-Írinn Rory McIlroy er þriðji. Woods verður á meðal keppenda á Frys.com meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hann var nýverið valinn í bandaríska úrvalsliðið sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlegu úrvalsliði kylfinga sem eru ekki frá Evrópu. Hann hefur ekki keppt á atvinnumóti eftir hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst. Alls hefur Woods verið frá keppni í fjóra mánuði á þessu ári vegna meiðsla í hné og hásin. Hann komst ekki í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í haust í fyrsta sinn á ferlinum. Síðasti sigur Woods á atvinnumóti kom árið 2009 en hann hefur unnið 71 mót á PGA mótaröðinni – og er hann þriðji sigursælasti kylfingurinn á mótaröðinni frá upphafi. Árangur hans á Evrópumótaröðinni er einnig einstakur en alls hefur hann unnið 38 mót og er hann sá þriðji sigursælasti frá upphafi. Staða efstu manna á heimslistanum: 1. Luke Donald 10.70 2. Lee Westwood 7.79 3. Rory McIlroy 7.35 4. Steve Stricker 6.56 5. Dustin Johnson 6.49 6. Martin Kaymer 6.34 7. Jason Day 5.94 8. Adam Scott 5.69 9. Matt Kuchar 5.61 10. Phil Mickelson 5.59 11. Nick Watney 5.37 12. Charl Schwartzel 4.93 13. Webb Simpson 4.91 14. Graeme McDowell 4.73 15. KJ Choi 4.70 16. Bubba Watson 4.38 17. Justin Rose 4.23 18. David Toms 4.16 19. Hunter Mahan 4.14 20. Paul Casey 3.96 Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann í golfi en bandaríski kylfingurinn er nú í 51. sæti. Woods, sem er 35 ára gamall, hefur sigrað á 14 risamótum á ferlinum en hann hefur ekki keppt frá því í ágúst á PGA mótaröðinni. Woods hafði náð þeim ótrúlega árangri að vera í hópi 50 efstu á heimslistanum í 778 vikur samfellt eða frá 13. okt. árið 1996 þegar hann var í 61. sæti listans. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum og landi hans Lee Westwood er annar. Norður-Írinn Rory McIlroy er þriðji. Woods verður á meðal keppenda á Frys.com meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn og hann var nýverið valinn í bandaríska úrvalsliðið sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlegu úrvalsliði kylfinga sem eru ekki frá Evrópu. Hann hefur ekki keppt á atvinnumóti eftir hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA meistaramótinu sem fram fór um miðjan ágúst. Alls hefur Woods verið frá keppni í fjóra mánuði á þessu ári vegna meiðsla í hné og hásin. Hann komst ekki í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar í haust í fyrsta sinn á ferlinum. Síðasti sigur Woods á atvinnumóti kom árið 2009 en hann hefur unnið 71 mót á PGA mótaröðinni – og er hann þriðji sigursælasti kylfingurinn á mótaröðinni frá upphafi. Árangur hans á Evrópumótaröðinni er einnig einstakur en alls hefur hann unnið 38 mót og er hann sá þriðji sigursælasti frá upphafi. Staða efstu manna á heimslistanum: 1. Luke Donald 10.70 2. Lee Westwood 7.79 3. Rory McIlroy 7.35 4. Steve Stricker 6.56 5. Dustin Johnson 6.49 6. Martin Kaymer 6.34 7. Jason Day 5.94 8. Adam Scott 5.69 9. Matt Kuchar 5.61 10. Phil Mickelson 5.59 11. Nick Watney 5.37 12. Charl Schwartzel 4.93 13. Webb Simpson 4.91 14. Graeme McDowell 4.73 15. KJ Choi 4.70 16. Bubba Watson 4.38 17. Justin Rose 4.23 18. David Toms 4.16 19. Hunter Mahan 4.14 20. Paul Casey 3.96
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira