McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf 5. október 2011 14:45 Jenson Button verður áfram hjá McLaren liðinu. AP MYND: MCLAREN McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni." Formúla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Til að Button geti tryggt sér titilinn þarf hann að sigra í þeim fimm mótum sem eftir eru, en Vettel má á sama tíma ekki fá stig, eigi Button að vinna titilinn. Vettel nægir í raun eitt stig í einhverju af þeim mótum sem eftir eru til að vinna titil ökumanna annað árið í röð. Í fréttatilkynningu McLaren um samninginn við Button segir að gerður hafi verið við samningur við Button til nokkurra ára (multi-year contract), en ekki er tilgreint nákvæmlega til hve margra ára. „Mér hefur aldrei liðið eins vel hjá nokkru liði eins og McLaren. Ég hef unnið fjóra af stærstu sigrum lífs míns hérna og er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna sem stendur og finnst að ég hafi aldrei ekið betur", sagði Button m.a. í fréttatilkynningunni frá McLaren. Button gat þess að hann tryði því að hvergi væri eins mikil ástríða og einbeitni til að stefna á sigur og hjá McLaren. „Fyrir ökumann eru það ótrúlega kraftmiklar tilfinningar að vera hluti af, og þær styrktu þrá mína til að gera langtímasamning við liðið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að ég vil vinna fleiri mót og meistaratitla og ég hef fulla trú á að ég sé á réttum stað til þess að ná þessum markmiðum. Við vitum hvernig á að vinna og erum að fága fyrirtækið til að ganga úr skugga að við getum gert slíkt næstu árin", sagði Button. Yfirmaður McLaren liðsins, Martin Whitmarsh sagði m.a. um samninginn við Button: „Jenson er frábær ökumaður og frábær maður. Ég held ég geti sagt að hann sé einn af hæfustu og virtustu ökumönnunum sem við höfum haft og ég er því hæstánægður að hann mun vinna með okkur í framtíðinni."
Formúla Mest lesið Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira