Pearce: Reynslan sem fæst í U-21 landsliðinu vanmetin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2011 06:00 Stuart Pearce á Laugardalsvellinum í gær. Mynd/Vilhelm „Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá." Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
„Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá."
Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira