Fram með þrjá sigra í þremur leikjum - vann Akureyri í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2011 19:54 Mynd/Valli Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira