Umfjöllun: Valsstúlkur úr leik eftir tap gegn Glasgow City Stefán Árni Pálsson á Vodafonevelli skrifar 6. október 2011 10:40 Hólmfríður og félagar komust lítt áfram í dag. Mynd/pjetur Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Valsstúlkur en strax frá byrjun sóttu þær skosku af krafti á mark heimamanna. Eftir aðeins tíu mínútna leik skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir sjálfsmark. Emma Mitchell, leikmaður Glasgow, hafði sent boltann inn í teiginn en hann rataði beint í Hallberu og þaðan í netið. Virkilega klaufalegt mark og hræðileg byrjun fyrir heimastúlkur. Eftir markið komu Valsstúlkur til baka og fengu nokkur tækifæri til að komast í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki. Rétt fyrir leikhlé skaut Jane Ross, leikmaður Glasgow, í þverslána og engu munaði að staðan væri 2-0 í hálfleik. Gestirnir voru mun betri aðilinn í byrjun síðari hálfleiks og réðu ferðinni. Vörn Vals var virkilega götótt og ekki þurfti mikið til svo að leikmenn Glasgow kæmust í gegn. Þegar hálftími var eftir af leiknum skoruðu þær skosku fínt mark en þar var að verki Lisa Evans. Hún var síðan aftur á ferðinni aðeins tveim mínútum síðari þegar hún slapp ein í gegn og renndi boltanum snyrtilega framhjá Meagan í marki Vals. Staðan var allt í einu orðinn 3-0 og vonin um að komast áfram í Meistaradeild Evrópu nánast farinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og öruggur sigur gestanna því staðreynd. Valur kemst því ekki lengra í Meistaradeild Evrópu í ár, en Glasgow City mætir Turbine Potsdam frá Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnar.Valur 0 – 3 Glasgow City FC0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir, sjálfsmark (11.) 0-2 Lisa Evans (60.) 0-3 Lisa Evans (62.) Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Valsstúlkur en strax frá byrjun sóttu þær skosku af krafti á mark heimamanna. Eftir aðeins tíu mínútna leik skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir sjálfsmark. Emma Mitchell, leikmaður Glasgow, hafði sent boltann inn í teiginn en hann rataði beint í Hallberu og þaðan í netið. Virkilega klaufalegt mark og hræðileg byrjun fyrir heimastúlkur. Eftir markið komu Valsstúlkur til baka og fengu nokkur tækifæri til að komast í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki. Rétt fyrir leikhlé skaut Jane Ross, leikmaður Glasgow, í þverslána og engu munaði að staðan væri 2-0 í hálfleik. Gestirnir voru mun betri aðilinn í byrjun síðari hálfleiks og réðu ferðinni. Vörn Vals var virkilega götótt og ekki þurfti mikið til svo að leikmenn Glasgow kæmust í gegn. Þegar hálftími var eftir af leiknum skoruðu þær skosku fínt mark en þar var að verki Lisa Evans. Hún var síðan aftur á ferðinni aðeins tveim mínútum síðari þegar hún slapp ein í gegn og renndi boltanum snyrtilega framhjá Meagan í marki Vals. Staðan var allt í einu orðinn 3-0 og vonin um að komast áfram í Meistaradeild Evrópu nánast farinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og öruggur sigur gestanna því staðreynd. Valur kemst því ekki lengra í Meistaradeild Evrópu í ár, en Glasgow City mætir Turbine Potsdam frá Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnar.Valur 0 – 3 Glasgow City FC0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir, sjálfsmark (11.) 0-2 Lisa Evans (60.) 0-3 Lisa Evans (62.)
Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira