Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 6. október 2011 10:43 Jóhann Laxdal í leik með U-21 liði Íslands í síðasta mánuði. Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins. Íslenski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni. Arsenal-maðurinn Alex Oxlade-Chamberlain fór á kostum í Laugardalnum í kvöld og skoraði þrennu en hvað eftir annað fór hann illa með íslensku varnarmennina í kuldanum í kvöld. Íslenska liðið er ekki líklegt til að komast aftur í úrslitakeppni EM eftir að hafa náð aðeins í þrjú stig af níu mögulegum í fyrstu þremur heimaleikjum sínum í undankeppninni. Íslenska liðið hefur vissulega ekki sömu hæfileikamenn og síðast en það vantaði ekki bara getuna í íslenska liðið því það vantaði líka baráttuna og grimmdina sem er aldrei líklegt til árangurs á móti svona sterku liði. Ensku landsliðsmennirnir gátu leyft sér að haga sér eins og um létta æfingu væri að ræða. Eftir tvö mörk í upphafi leiks virtist vera sem að enska liðið skipti í hlutlausan gír og kláraði leikinn nokkuð áhyggjulaust. Íslenska liðið var nokkuð breytt frá því í leikjunum á móti Belgíu og Noregi og mátti alls ekki við því að byrja illa í þessum leik. Það var þó raunin því eftir nokkrar lofandi sóknir í upphafi leiksins reið áfallið yfir eftir aðeins rúmar tíu mínútur. Alex Oxlade-Chamberlain skoraði þá tvö mörk með stuttu millibili en rétt áður hafði hann einnig verið nálægt að sleppa í færi. Arsenal-maðurinn var því fljótur að koma auga á veiklega íslensku varnarinnar. Fyrsta markið hans Oxlade-Chamberlain kom eftir mikinn sprett í gegnum galopna vörn íslenska liðsins og það annað kom eftir að Arnar Darri Pétursson missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Nathan Delfouneso frá vinstri. Alex Oxlade-Chamberlain fór hvað eftir annað illa með vinstri bakvörðinn Kristinn Jónsson og gladdi eflaust íslenska Arsenal-áhugamenn í stúkunni. Aron Jóhannsson var frískur í framlínunni frá fyrstu mínútu en vantaði tilfinnanlega að klára lofandi stöður upp við vítateig enska liðsins. Bitið var því ekki mikið í sóknarleik íslenska liðsins þrátt fyrir fína spretti Arons. Englendingar slökuðu á eftir mörkin sín en íslenska liðið náði aðeins að vinna sig inn í leikinn fram að hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain var fljótur að minna á sig í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fór illa með íslensku vörnina og skoraði síðan með skoti á nærstöngina úr þröngu færi. Vel gert hjá Oxlade-Chamberlain en þetta var samt annað markið sem hann fékk afar ódýrt hjá Arnar Darra Péturssyni sem var afar illa staðsettur í íslenska markinu. Það gerðist annars ekki mikið í seinni hálfleiknum og hvorugt liðið var að skapa sér hættuleg færi. Enska liðið landaði sigrinum áhyggjulaust og það bíður íslenska liðsins annars erfiður leikur þegar liðin mætast í Englandi í næsta mánuði. Hér fyrir neðan má sjá Boltavakt leiksins.
Íslenski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira