Tiger ánægður með að komast áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2011 15:30 Tiger Woods í mótinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods komst í gær í gegnum niðurskurðinn á móti í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær og var ánægður með þá niðurstöðu. Hætta varð leik í gær vegna þoku en Tiger náði að klára sitt og lék vel - á alls 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Hann náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum er hann spilaði á 73 höggum en var nógu góður í gær til að komast áfram. Tiger hefur ekki unnið stórmót í golfi í þrjú ár og datt í vikunni í fyrsta sinn í fimmtán ár úr hópi efstu 50 kylfinga heims á heimslistanum. Hann er nú að keppa á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Síðast lék hann á PGA-meistaramótinu í ágúst og komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þetta er alltaf í vinnslu hjá manni,“ sagði Tiger við fréttamenn í gær. „Maður verður að sinna vinnunni á æfingasvæðinu heima hjá sér, spila svo vel á mótum og reyna að ná eins langt og mögulegt er.“ „Ég er aldrei hrifinn af því að missa af niðurskurðinum. Það þýðir að maður á ekki möguleika á að vinna mótið. En þessa helgina á enn ég möguleika á sigri.“ Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods komst í gær í gegnum niðurskurðinn á móti í PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum í gær og var ánægður með þá niðurstöðu. Hætta varð leik í gær vegna þoku en Tiger náði að klára sitt og lék vel - á alls 68 höggum eða þremur undir pari vallarins. Hann náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum er hann spilaði á 73 höggum en var nógu góður í gær til að komast áfram. Tiger hefur ekki unnið stórmót í golfi í þrjú ár og datt í vikunni í fyrsta sinn í fimmtán ár úr hópi efstu 50 kylfinga heims á heimslistanum. Hann er nú að keppa á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Síðast lék hann á PGA-meistaramótinu í ágúst og komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þetta er alltaf í vinnslu hjá manni,“ sagði Tiger við fréttamenn í gær. „Maður verður að sinna vinnunni á æfingasvæðinu heima hjá sér, spila svo vel á mótum og reyna að ná eins langt og mögulegt er.“ „Ég er aldrei hrifinn af því að missa af niðurskurðinum. Það þýðir að maður á ekki möguleika á að vinna mótið. En þessa helgina á enn ég möguleika á sigri.“
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira