Umfjöllun: Tvö töpuð stig gegn Belgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 21. september 2011 17:56 Hólmfríður Magnúsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira