Markaðir í Evrópu enn í niðursveiflu Hafsteinn Hauksson skrifar 23. september 2011 12:23 Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira