Haukar náðu að snúa erfiðri stöðu sér í hag þegar að liðið vann góðan sigur á HK í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær, 27-22, á útivelli.
Svartfellingurinn Nemanja Malovic fór mikinn í leiknum í sínum fyrsta deildarleik með Haukum og skoraði tólf mörk. Aron Kristjánsson stýrði í gær sínum fyrsta leik með Haukum eftir að hann sneri aftur til landsins frá Þýskalandi.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.
Haukasigur í Digranesi - myndir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


