Umfjöllun: Flottur sigur FH á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 29. september 2011 19:45 Oddur Gretarsson og Örn Ingi Bjarkarson í baráttunni. Fréttablaðið/Valli FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton. Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton.
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira