Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona töpuðu óvænt stigum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Sociedad á útivelli.
Lionel Messi byrjaði á bekknum en Barcelona átti engu að síður draumabyrjun þegar þeir Xavi og Cesc Fabregas komu liðinu í 2-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Xavi skoraði eftir undirbúning Alexis Sánchez og Fabregas.
Imanol Agirretxe minnkaði muninn á 59. mínútu með frábæru skallamarki og tveimur mínútum síðar jafnaði Antoine Griezmann leikinn eftir skelfileg mistök hjá David Villa.
Pep Guardiola sendi Lionel Messi inn á fyrir Thiago strax eftir jöfnunarmarkið en það dugði ekki til og Barcelona náði ekki að tryggja sér sigur á móti baráttuglöðu liði Real Sociedad.
Real Madrid getur því verið eitt á toppnum eftir leiki dagsins en Real tekur á móti Getafe seinna í kvöld.
Draumabyrjun Barcelona dugði ekki - gerði jafntefli við Real Sociedad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn