Reykjavíkurúrvalið vann KPMG-bikarinn og setti met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2011 07:00 Liðstjórarnir með KPMG-bikarinn. Mynd/Golf.is Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni. „Við vildum ná þessu meti núna loksins þegar við sigruðum. Strákarnir léku vel og sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði Sigurður Pétursson, liðsstjóri Reykjavíkurúvalsins, í samtali við golf.is. Reykjavíkurúrvalið fékk 8,5 stig (gegn 3,5) út úr þriðju umferð sem var tvímenningur en Reykjavíkurúrvalið hafði fengið 4,5 stig (gegn 1,5) út úr fjórmenningnum og 5 stig (gegn 1) í fjórleiknum. Lið höfuðborgarinnar vann líka í keppni eldri kylfinga í KPMG-Bikarnum en Reykjavíkurúrvalið vann þar öruggan 16-7 sigur gegn landsbyggðinni.KPMG-bikarmeistarar Reykjavíkurúrvalsins 2011: Andri Þór Björnsson GR - 3 stig í KPMG-bikarnum Arnar Snær Hákonarson GR - 1,5 stig Alfreð Brynjar Kristinsson GKG - 2 stig Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR - 1,5 stig Guðjón Henning Hilmarsson GKG - 1 stig Haraldur Franklín Magnús GR - 2 stig Nökkvi Gunnarsson NK - 3 stig Rafn Stefán Rafnsson GO - 3 stig Sigurjón Arnarsson GR - 2 stig Stefán Már Stefánsson GR - 3 stig Íris Katla Guðmundsdóttir GR - 1,5 stig Sunna Víðisdóttir GR - 2 stig Liðstjóri: Sigurður Pétursson GR Aðst. Liðstjóri Úlfar Jónsson GKG Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni. „Við vildum ná þessu meti núna loksins þegar við sigruðum. Strákarnir léku vel og sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði Sigurður Pétursson, liðsstjóri Reykjavíkurúvalsins, í samtali við golf.is. Reykjavíkurúrvalið fékk 8,5 stig (gegn 3,5) út úr þriðju umferð sem var tvímenningur en Reykjavíkurúrvalið hafði fengið 4,5 stig (gegn 1,5) út úr fjórmenningnum og 5 stig (gegn 1) í fjórleiknum. Lið höfuðborgarinnar vann líka í keppni eldri kylfinga í KPMG-Bikarnum en Reykjavíkurúrvalið vann þar öruggan 16-7 sigur gegn landsbyggðinni.KPMG-bikarmeistarar Reykjavíkurúrvalsins 2011: Andri Þór Björnsson GR - 3 stig í KPMG-bikarnum Arnar Snær Hákonarson GR - 1,5 stig Alfreð Brynjar Kristinsson GKG - 2 stig Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR - 1,5 stig Guðjón Henning Hilmarsson GKG - 1 stig Haraldur Franklín Magnús GR - 2 stig Nökkvi Gunnarsson NK - 3 stig Rafn Stefán Rafnsson GO - 3 stig Sigurjón Arnarsson GR - 2 stig Stefán Már Stefánsson GR - 3 stig Íris Katla Guðmundsdóttir GR - 1,5 stig Sunna Víðisdóttir GR - 2 stig Liðstjóri: Sigurður Pétursson GR Aðst. Liðstjóri Úlfar Jónsson GKG
Golf Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira