Jafnt hjá Manchesterliðunum og Kolbeinn spilaði - öll úrslit kvöldsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. september 2011 15:14 Nordic Photos / Getty Images Manchesterliðin gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson þreytti einnig frumraun sína í keppninni með Ajax. Inter tapaði óvænt á heimavelli. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gerði átta breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik sem vakti að vonum mikla athygli. Anders Lindegaard þar á meðal kominn í markið. Hann fékk á sig mark um miðjan hálfleikinn er Oscar Cardozo lék sér að Jonny Evans og skoraði. Áður en flautað var til leikhlés jafnaði Ryan Giggs metin með glæsilegu marki. Skot utan teigs sem hafnaði efst í markhorninu. Ekki tókst leikmönnum liðanna að bæta við mörkum í síðari hálfleik og jafntefli því niðurstaðan. Kolbeinn Sigþórsson var í fremstu víglínu hjá Ajax og lagði upp besta færi fyrri hálfleiks fyrir Sulejmani. Sending af kantinum sem hafnaði beint á kollinum á Sulejmani sem hefði átt að skora. Sóknarleikur Ajax var dapur í leiknum og Kolbeinn fékk úr litlu að moða. Hann var síðan tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Man. City byrjaði ekki nógu vel í deildinni því liðið varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Napoli. Kolarov kom City þar til bjargar. Mikla athygli vakti síðan tap Inter á heimavelli gegn Trabzonspor.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Man. City-Napoli 1-1 0-1 Edinson Cavani (69.), 1-1 Aleksander Kolarov (73.)Villarreal-Bayern Munchen 0-2 0-1 Toni Kroos (7.), 0-2 Rafinha (76.)B-riðill:Inter-Trabzonspor 0-1 0-1 Ondrej Celustka (76.)Lille-CSKA Moskva 2-2 1-0 Moussa Sow (45.), 2-0 Benoit Pedretti (57.), 2-1 Seydou Doumbia (71.), 2-2 S. Doumbia (89.).C-riðill:Benfica-Man. Utd 1-1 1-0 Oscar Cardozo (24.), 1-1 Ryan Giggs (42.)Basel-Otelul Galati 2-1 1-0 Fabian Frei (39.), 1-1 Marius Pena (58.), 2-1 Alexander Frei, víti (84.)D-riðill:Ajax-Lyon 0-0Dinamo Zagreb-Real Madrid 0-1 0-1 Angel di Maria (53.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Manchesterliðin gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum í Meistaradeildinni í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson þreytti einnig frumraun sína í keppninni með Ajax. Inter tapaði óvænt á heimavelli. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gerði átta breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik sem vakti að vonum mikla athygli. Anders Lindegaard þar á meðal kominn í markið. Hann fékk á sig mark um miðjan hálfleikinn er Oscar Cardozo lék sér að Jonny Evans og skoraði. Áður en flautað var til leikhlés jafnaði Ryan Giggs metin með glæsilegu marki. Skot utan teigs sem hafnaði efst í markhorninu. Ekki tókst leikmönnum liðanna að bæta við mörkum í síðari hálfleik og jafntefli því niðurstaðan. Kolbeinn Sigþórsson var í fremstu víglínu hjá Ajax og lagði upp besta færi fyrri hálfleiks fyrir Sulejmani. Sending af kantinum sem hafnaði beint á kollinum á Sulejmani sem hefði átt að skora. Sóknarleikur Ajax var dapur í leiknum og Kolbeinn fékk úr litlu að moða. Hann var síðan tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Man. City byrjaði ekki nógu vel í deildinni því liðið varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Napoli. Kolarov kom City þar til bjargar. Mikla athygli vakti síðan tap Inter á heimavelli gegn Trabzonspor.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Man. City-Napoli 1-1 0-1 Edinson Cavani (69.), 1-1 Aleksander Kolarov (73.)Villarreal-Bayern Munchen 0-2 0-1 Toni Kroos (7.), 0-2 Rafinha (76.)B-riðill:Inter-Trabzonspor 0-1 0-1 Ondrej Celustka (76.)Lille-CSKA Moskva 2-2 1-0 Moussa Sow (45.), 2-0 Benoit Pedretti (57.), 2-1 Seydou Doumbia (71.), 2-2 S. Doumbia (89.).C-riðill:Benfica-Man. Utd 1-1 1-0 Oscar Cardozo (24.), 1-1 Ryan Giggs (42.)Basel-Otelul Galati 2-1 1-0 Fabian Frei (39.), 1-1 Marius Pena (58.), 2-1 Alexander Frei, víti (84.)D-riðill:Ajax-Lyon 0-0Dinamo Zagreb-Real Madrid 0-1 0-1 Angel di Maria (53.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira