Katrín: Fólk á að mæta á völlinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2011 11:00 „Við spiluðum síðast saman í maí og erum orðnar mjög spenntar fyrir þessum leik,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir leikinn gegn Noregi í dag. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2013 og hefst á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Noregur er stórveldi í kvennaboltanum og helsti keppinautur Íslands um sæti í úrslitakeppni EM. „Það er aldrei leiðinlegt að mæta sterku liði eins og Noregi og er því tilhlökkunin mikil. Ég á von á hörkuleik og vonandi tekst okkur að halda boltanum vel innan liðsins,“ sagði Katrín en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég sá Noreg spila á HM í Þýskalandi í sumar og þá voru þær mikið í að spila háum boltum fram á völlinn. Vonandi náum við að halda boltanum niðri og þreyta þær aðeins.“ Katrín spilar á miðjunni í dag í fjarveru Eddu Garðarsdóttur sem á við meiðsli að stríða. „Það er ekki auðvelt að ætla sér að fylla í skarðið sem hún skilur eftir sig en ég reyni að leysa þau verkefni sem ég fæ með landsliðinu hverju sinni eins vel og ég get.“ Katrín mun ekki láta það á sig fá þó svo að það verði kalt og blautt á leiknum í dag. „Hefur það einhvern tímann skipt okkur máli? Ég held ekki. Við mætum bara til leiks, sama hvernig viðrar. Aðalmálið er að fólkið mæti á völlinn og hvet ég fólk til að koma í stað þess að horfa á leikinn í sjónvarpinu. Það skiptir máli.“ Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Við spiluðum síðast saman í maí og erum orðnar mjög spenntar fyrir þessum leik,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fyrir leikinn gegn Noregi í dag. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2013 og hefst á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Noregur er stórveldi í kvennaboltanum og helsti keppinautur Íslands um sæti í úrslitakeppni EM. „Það er aldrei leiðinlegt að mæta sterku liði eins og Noregi og er því tilhlökkunin mikil. Ég á von á hörkuleik og vonandi tekst okkur að halda boltanum vel innan liðsins,“ sagði Katrín en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég sá Noreg spila á HM í Þýskalandi í sumar og þá voru þær mikið í að spila háum boltum fram á völlinn. Vonandi náum við að halda boltanum niðri og þreyta þær aðeins.“ Katrín spilar á miðjunni í dag í fjarveru Eddu Garðarsdóttur sem á við meiðsli að stríða. „Það er ekki auðvelt að ætla sér að fylla í skarðið sem hún skilur eftir sig en ég reyni að leysa þau verkefni sem ég fæ með landsliðinu hverju sinni eins vel og ég get.“ Katrín mun ekki láta það á sig fá þó svo að það verði kalt og blautt á leiknum í dag. „Hefur það einhvern tímann skipt okkur máli? Ég held ekki. Við mætum bara til leiks, sama hvernig viðrar. Aðalmálið er að fólkið mæti á völlinn og hvet ég fólk til að koma í stað þess að horfa á leikinn í sjónvarpinu. Það skiptir máli.“
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira